Kothúsavegur 12, 250 Garður

6 Herbergja, 256.90 m2 Einbýlishús, Verð:36.900.000 KR.

Höfði fasteignasala kynnir virðulegt eldra hús mikið endurnýjað og í góðu viðhaldi með vinnustofu í Garðinum, húsið hentar einstaklega vel handverks eða listafólki. Húsið er  alls um 256,9fm. Eignin skiptist sem hér segir: Neðri hæð: Andyrir, snyrting, eldhús með borðkrók og tvær stofur. Stofurnar eru samliggjandi Útgengt er úr annarri stofunni  út á verönd  sem er á tveimur pöllum og á neðri pallinum er heitur pottur, einnig er útgengt á veröndina úr millibyggingu milli húss og bílskúrs.. Falleg hvít innrétting er í eldhúsi,  og gaseldavél. Snyrting á neðri hæð er með hvítri innréttingu og upphengdu wc. flísar á veggjum. Forstofan er nýleg og þaðan er gengið inn í gamla húsið, kjallarann og vinnustofuna við bílskúrinn. Gólfefni, gólfborð og í stofunum eru þau upprunaleg og steinteppi á anddyri Efri hæð: Tvö herbergi, baðherbergi og litla stofu/sjónvarpsherbergi. Herbergin er bæði stór og undir súð, fataskápar í ...

Kaldakinn 30, 220 Hafnarfjörður

2 Herbergja, 50.20 m2 Fjölbýlishús, Verð:23.900.000 KR.

Höfði fasteignasala  kynnir mjög snyrtilega tveggja herbergja íbúð á jarðhæð í þríbýlishúsi að Köldukinn 30 í Hafnarfirði. Eignin skiptist þannig að komið er inn í forstofugang sem mest er notaður af eigendum jarðhæðarinnar, en íbúar mið og rishæðar ganga þar um til að fara í sameiginlegt þvottahús. Þegar komið er inn í íbúðina er komið inn á lítinn gang þaðan sem gengið er inn á baðherbergi , eldhús og stofu, gengið er inn í svefnherbergið úr stofunni. Sameiginlegt þvottahús er á hæðinni. Eldhús er rúmgott  með nýlegri innréttingu og flísum á gólfi. Svefnherbergi með skápum og plastparketi á gólfi Fremur litla stofu með plastparketi á gólfi Baðherbergi er flísalagt með baðkari og lítilli innréttingu er undir vaski. Þvottahús er á hæðinni og lítil geymsla fylgir íbúðinni. Allar nánari upplýsingar veitir Árni Þorsteinsson gsm 898 3459 email arni@hofdi.is 

Ásland 22B, 270 Mosfellsbær

8 Herbergja, 242.30 m2 Parhús, Verð:83.900.000 KR.

Opið hús - laugardaginn 26. ágúst á mill kl. 12.00 og 13.00. Fallegt og gott parhús með aukaíbúð við Ásland í Mosfellsbæ. Eignin skiptist í tvær íbúðir á sama fastanúmeri, íbúð á hæð ca. 150 fm. með gangi neðri hæðar auk bílskúrs og íbúð á jarðhæð ca. 60 fm. með sér inngangi. Um er að ræða 209,7 fm. eign á tveimur hæðum auk 32,6 fm. innbyggðs bílskúrs, samtals 242,3 fm.  - Skipti möguleg á minni eign í Mosfellsbæ. Lýsing: Í aðalíbúðina er gengið inn á mjög rúmgóðan gang þaðan sem innangengt er í bílskúr, auðvelt er að opna frá gangi inn í aukaíbúð ef vill. Frá gangi er gengið upp stiga til efri hæðar sem samanstendur af þremur svefnherbergjum, rúmgóðu baðherbergi með hita í gólfi upphengdu salerni, bakari með sturtuaðstöðu, handklæðaofni og innréttingu við vask. Á hæðinni er rúmgott þvottahús. Eldhúsið er mjög rúmgott með ...

Mávahlíð 20, 105 Reykjavík

2 Herbergja, 65.10 m2 Fjölbýlishús, Verð:34.900.000 KR.

**Opið hús verður á milli kl. 17:00 og 17:30 mánudaginn 21.08.2017** Sérlega falleg og vel skipulögð 2-ja herbergja lítið niðurgrafin íbúð með sér suðurverönd útaf stofu í virðulegu steinhúsi á einum besta stað í Hlíðunum.   Forstofa er flísalögð með skáp og skóskáp. Innaf forstofu er geymsla. Innangengt er í rúmgott þvottahús með glugga sem er sameiginlegt með einni annarri íbúð. Forstofa og þvottahús eru ekki skráð í fermetratölu íbúðar. Baðherbergi er glæsilegt með flísum á gólfi og veggjum, sturtu, handklæðaofni og glugga. Rúmgott parketlagt herbergi með skáp. Eldhús er með fallegri innréttingu, eldhúsborð og fastar hillur fylgja. Stofan er rúmgóð og rúmar vel borðstofuborð. Útgangur er úr stofu á suður grillverönd sem er hellulögð. Snyrtilegur garður. Verið er að skipta um járn á þaki, framkvæmdum lýkur í haust, seljandi greiðir kostnað.     Hér er á ferðinni frábær íbúð sem margir hafa beðið eftir. Allar ...

Langholtsvegur 174, 104 Reykjavík

4 Herbergja, 221.20 m2 Tví/Þrí/Fjórbýli, Verð:59.500.000 KR.

4ra herb. 105,4 fm. íbúð á 2. hæð í fjórbýlishúsi, ásamt tveimur rýmum/geymslum í kjallara 27,1 fm. og 32,7 fm. og 56 fm. bílskúr. Alls skráð 221,2 fm. skv. Þjóðskrá. Kjallari er ekki með fullri lofthæð. Sameiginlegur inngangur með efri hæð (rishæð). Húsið er steinhús byggt árið 1949, en bílskúr byggður árið 2002. Rishæð hússins hefur að hluta verið klædd að utan.  Lýsing: Inngangur af stigapalli. Komið inn í flísalagt hol. Baðherbergi innaf holi, flísalagt í hólf og gólf, nuddbaðkar og innrétting við vask. Tengt fyrir þvottavél í baðherbergi. Hjónaherbergi með parketi og skápum, útg. á svalir.  Tvö svefnherbergi með parketi og skápum. (laus skápur í örðu herb. sem fylgir).  Stofa með parketi og svölum í suð-vestur.  Eldhús með parketi, hvít falleg innrétting og borðkrókur.  Í kjallara eru tvö gluggalaus rými, 27,1 fm. og 32,7 fm. ásamt sameiginl. þurrkherbergi og kyndiklefa. Ekki er full lofthæð í kjallara.  Góður ...

Skólavörðustígur 44A, 101 Reykjavík

2 Herbergja, 66.00 m2 Tví/Þrí/Fjórbýli, Verð:38.900.000 KR.

Hugguleg 2ja herb. 66 fm. íbúð á 2. og 3. hæð við Skólavörðustíg. Húsið er steinhús byggt árið 1923.  Inngangur að bakhúsi er gegnum lokað port og sér inngangur í íbúðina frá bakgarði hússins. Íbúðin er á tveimur hæðum og skiptist í forstofu, hol, eldhús og baðherbergi á neðri hæð. Á efri hæð er stofa og opið svefnrými. Flísar eru á gólfi forstofu og baðherbergis, en parket á öðrum gólfum íbúðarinnar. Baðherbergi er með baðkari og innréttingu við vask.Tengt fyrir þvottavél á baðherbergi.  Í eldhúsi er hvít snyrtileg innrétting. Geymsla er undir útitröppum. Ágætur lokaður bakgarður er við húsið.  Uppl. veitir Runólfur viðsk.fr. lögg.fast. á Höfða s. 892 7798.  runolfur@hofdi.is

Sumarhús til flutnings , 851 Hella

1 Herbergja, 23.70 m2 Sumarhús, Verð:5.900.000 KR.

Vandaður 24 fm bústaður til flutnings.  Húsið er sem eitt rými fyrir utan baðherbergið.   Þegar komið er inn er rúmgóður fataskápur á hægri hönd. Alrýmið er með eldhúsinnréttingu, 4 hellu borði, AEG ofni ásamt háfi.  Pláss er fyrir 140 cm háan ískáp og undir borði er pláss fyrir þvottavél/uppþvottavél. Stórir gluggar eru í húsinu og því gott útsýni úr stofunni/borðstofunni.  Innst eru kojur, 150 cm breið neðri koja og 90 cm breið efri koja. Undir neðri koju er gott geymslu pláss (skúffur). Baðherbergi er innst í húsinu.  Þar er sturtuklefi, handklæða ofn, klósett og vaskur.  Hillur og baðherbergisskápur.   Húsið er kynnt með rafmagni en í húsinu eru 2 olíufylltir ofnar og svo handklæðaofninn inn á baði.  Samtals um 2600w.   Rafmagn:  Rafmagnið var unnið af rafverktaka (Ljósþráðurinn) og er dregið í allt í húsinu, engar lausar snúrur eða snúrur sem eru festar með klemmum.  Einnig var dregið ...

Dalsel 40, 109 Reykjavík

7 Herbergja, 194.10 m2 Fjölbýlishús, Verð:57.900.000 KR.

TVÆR ÍBÚÐIR ÁSAMT BÍLSKÝLI Í 109 REYKJAVÍK. Samkvæmt skráningu Þjóðskrá Íslands er birt flatarmál eignarinnar 194,1 fm.   Aðal íbúðin er á 1.hæð samtals 100,7 fm með tveimur svefnherbergjum, stórri stofu, eldhúsi, baðherbergi, geymslu og holi. Íbúðin niðri er 62,1 fm með tvemur svefnherbergjum, eldhúsi opnu í stofuna, baðherbergi og geymslu. Auðvelt er á að setja hringstiga niður úr aðalíbúðinni eins og teiknigar gera ráð fyrir og íbúðin var, enda er eignin skráð sem ein heild. Nánari lýsing, 1.hæð: Svefnherbergi: Parketlögð með góðu skápaplássi í hjónaherberginu. Eldhús: Glæsilegt, Nýleg innrétting með góðu skápaplássi, keramik helluborð, borðkrókur og flísar á gólfi.  Stofan: Mjög rúmgóð með parketi á gólfi, útgengt út á yfirbyggðar svalir sem snúa í suð-vestur. Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf, baðkar með sturtuaðstöðu, tveir vaskar, góð innrétting og tengi fyrir þvottavél. Hol: Flísar og parket á gólfi, góður fataskápur og geymsla við hliðina. Nánari lýsing, neðri hæð: Svefnherbergi: Parketlögð með góðu skápaplássi. Eldhús: Fín innrétting, opið í stofuna ...

Skyggnisbraut 26-28 , 113 Reykjavík

3 Herbergja, 91.90 m2 Fjölbýlishús, Verð:43.100.000 KR.

Höfði fasteignasala kynnir glæsilega 3ja herbergja. 92 fm. íbúð á þriðju hæð  í  húsinu númer 26-28 við Skyggnisbraut, 113 Reykjavík Komið er samþykkt tilboð í eignina og er eignin í fjármögnunarferli Mikið   útsýni er úr íbúðinni  og sér stæði í opinni bílageymslu Húsið var byggt árið 2016. Búið hefur verið í íbúðinni í rúmt hálft ár og er íbúðin mjög vel með farin og lítur út eins og ný. Nánari lýsing: Komið er inn í parketlagt hol/gang með skáp. Á aðra hönd á ganginum eru geymsla og baðherbergi og svefnherbergin á hina höndina Stofa  og eldhús eru fyrir enda gangsins. Eldhús með fallegri innréttingu, góðum borðkrók og harðparketi á gólfum.   Stofa er rúmgóð og björt, harðparket er á gólfi og mikið útsýni. Úr stofu er útgengi út á suður svalir, af þeim er mikið  útsýni  yfir Úlfarsárdalinn uppá Hólmsheiði og til Vífilfells og yfir ...