Rauðhella 10, 221 Hafnarfjörður

1 Herbergja, 73.50 m2 Atvinnuhúsnæði, Verð:21.900.000 KR.

Iðnaðarbil við Rauðhellu 10 í Hafnarfirði.  Rýmið er samkvæmt skráningu Fasteignamats Ríkisins 73,5 fm.  Búið er að smíða milliloft upp á sirka 25 fm í enda bilsins og er það ekki inn í uppgefnum fermetrafjölda eignarinnar.  Innkeyrsluhurð er 3,45 m á hæð og 4 m á breidd.  Salurinn er annars opið rými en í enda bilsins er baðherbergi með flísum á gólfi, sturtubotni, tengingu fyrir þvottavél og glugga.  Góð lýsing er í salnum. Hringstigi er  upp á milliloft.  Þar er kaffistofa með innréttingu og þar inn af er rúmgóð skrifstofa.  Geymslurými er undir súða á millilofti. Nánari upplýsingar veitir : Brynjar á Höfða s: 698-6919  brynjar@hofdi.is

Miðtún 74, 105 Reykjavík

3 Herbergja, 62.10 m2 Fjölbýlishús, Verð:31.900.000 KR.

**Opið hús verður á mánudaginn 20.01.2017 á milli kl. 17:00 og 17:30** Glæsileg og mikið endurnýjuð þriggja (2ja til 3ja) herbergja kjallaraíbúð á þessum eftirsótta stað við miðbæ Reykjavíkur. Dren hefur verið endurnýjað. Skolp var myndað fyrir 6 árum og voru engar athugasemdir gerðar við það á þeim tíma. Skipt var um gler á suðurhlið. Nánari lýsing: Íbúðin skiptist í flísalagðan gang, tvö parketlögð herbergi, skápur er í hjónaherbergi, parketlagða stofu og flísalagt eldhús með gólfhita, glæsileg innrétting er í eldhúsi. Baðherbergi er flísalagt, gólfhiti, upphengt klósett, handklæðaofn og sturta. Gluggi er á baði. Í sameign er sameiginlegt þvottahús og sér geymsla. Hér er á ferðinni stórglæsileg eign í miðbænum sem margir hafa beðið eftir. Allar nánari upplýsingar veitir Ásmundur Skeggjason, asmundur@hofdi.is, gsm 895 3000.-  

Boðahlein 5, 210 Garðabær

2 Herbergja, 106.90 m2 Raðhús, Verð:41.900.000 KR.

ATH. opið hús laugrdag 18. feb. kl. 13-14 Fyrir  60 ára og eldri. Raðhús á einni hæð, ásamt bílskúr í bílskúrslengju við Boðahlein í Garðabæ (beint á móti Hrafnistu)  Húsið er skráð 84,9 fm. og bílskúr 22 fm., alls 106,9 fm.  skv. Þjóðskrá.  Lýsing:  Forstofa flísalögð, skápur í forstofu. Innaf forstofu er þvottahús og geymsla.  Rúmgóð stofa með parketi og útg. á tilburverönd.  Eldhús er opið við stofu, parket á gólfi og ljós viðarinnrétting.  Svefnherbergi er með parketi og skápum á heilum vegg.  Baðherbergi flísalagt, sturtuklefi og hvít innrétting við vask.  Sólstofa og timburverönd er út af stofu (sólstofa þarfnast endurnýjunar)  Uppl. veitir Runólfur viðsk.fr. lögg. fast. á Höfða s. 892 7798  runolfur@hofdi.is

Njálsgata 86, 101 Reykjavík

4 Herbergja, 81.90 m2 Fjölbýlishús, Verð:38.900.000 KR.

Fín 4ra herbergja, 81,9 fm. íbúð með sér inngangi (gengið upp einar tröppur) við Njálsgötu í Reykjavík. (Útleigumöguleiki á herbergi/studio íb. í kjallara.) EIGNIN ER LAUS TIL AFHENDINGAR VIÐ KAUPSAMNING. Eignin samanstendur af rúmgóðum gangi, stofu, 3 svefnherbergjum, þar af eitt með skápum, eitt herbergjanna er frekar lítið. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf með upphengdu salerni og sturtuklefa, innrétting við vask. Eldhús með snyrtilegri viðarinnréttingu, háfur, mosaik flísar á milli innréttinga. Eigninni tilheyrir studioíbúð í kjallara sem verið hefur í útleigu. Í herberginu er lítil innrétting og lítið salerni með sturtu,  Á gólfum eignarinnar eru steinflísar og parket. Sameiginlegt þvottahús og þurrkherbergi í kjallara. Fín eign á frábærum stað í miðbænum. Frekari upplýsingar veitir:  Kristinn Tómasson Viðskiptafr. MBA Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Gsm. 820-6797, kristinn@hofdi.is    

Aðalgata 7, 340 Stykkishólmur

5 Herbergja, 260.40 m2 Einbýlishús, Verð:79.000.000 KR.

Lýsing   Um er að ræða sögufrægt hús frá 1896 sem stendur á mjög góðum stað í miðbæ Stykkishólms. Viðbygging er við húsið frá um 1950 og býður hún uppá mikla nýtingarmöguleika. Sýslumannshúsið sem er frá 1896 hefur verið endurnýjað frá grunni nema burðagrind hússins sem er upprunaleg og er hún mjög sýnileg innandyra.  Einnig er um að ræða þrjár lóðir sem eru umhverfis húsið, samtals 2.546 m2.Búið er að fá leyfi bæjaryfirvalda á að byggja 4 íbúða hús á Aðalgötu 9. Húsið og lóðirnar standa á besta stað í miðbæ Stykkishólms og bjóða uppá mikla möguleika til dæmis tengda ferðaþjónustu. Lóðrinar umhverfis húsið eru ekki hluti af ásettu verði, en möguleiki er á að kaupa þær einnig. Sýslumannshúsið: Húsið er á tveimur hæðum. Á neðri hæð hússins er glæsilegt eldhús, stofa, forstofa og stórt herbergi. Veggir eru ýmist klæddir með kúlupanil og gipsi. ...

Lækjarbakki 9, 801 Selfoss

4 Herbergja, 86.20 m2 Sumarhús, Verð:25.000.000 KR.

Glæsilegt 86,2 fm. sumarhús við Lækjarbakka í landi Búrfells í Grímsneshreppi. Húsið er timburhús á steyptum undirstöðum, byggt árið 2006. Lóðin er 6.928 fm. eignalóð. Lýsing: Húsið skiptist í forstofu, gang, eldhús og stofu, baðherbergi og þrjú svefnherbergi, ásamt geymslu. Baðstofuloft/svefnloft er yfir hluta hússins. Flísar og plastparket á gólfum og falleg innrétting og tæki í eldhúsi. Timburverönd er kringum húsið og fagurt útsýni til allra átta.  Húsið er hitað upp með rafmagni og er heitt vatn frá rafmagnstúbu. Öryggishlið er inn á svæðið. Húsið getur verið laust við kaupsamning. Uppl. veitir Runólfur á Höfða s. 892 7798892 7798.  

Grensásvegur 7, 108 Reykjavík

1 Herbergja, 226.60 m2 Atvinnuhúsnæði, Verð:0 KR.

TIL LEIGU:   Snyrtilegt 226,6 fm. skrifstofuhúsnæði á 2. hæð við Grensásveg nr. 7 í Reykjavík. Húsnæðið er að mestu einn salur með eldhúsi og snyrtingum.  Laust strax.  Sanngjörn leiga.  Uppl. veitir Ásmundur lögg.fast. á Höfða s. 895 3000. Runólfur viðsk.fr. lögg.fast á Höfða s. 892 7798. 

Lækjarmelur 12, 116 Kjalarnes

0 Herbergja, 135.10 m2 Atvinnuhúsnæði, Verð:0 KR.

Til sölu 132 fm. iðnaðarhúsnæði á götuhæð við Lækjarmel á Kjalarnesi. Húsnæðið er að mestu einn salur með snyrtingu og eldhúsaðstöðu. Stórar innkeyrsludyr og 7 m. lofthæð. Malbikað plan framan við hús. Möguleiki á c.a. 70 fm. millilofti. (búið að teikna)  Uppl. Jón sími.  8963677 

Holtsflöt 2, 300 Akranes

5 Herbergja, 193.20 m2 Einbýlishús, Verð:56.900.000 KR.

Höfði  fasteignasala kynnir glæsilegt einbýli að Holtsflöt 2 á Akranesi . Húsið er forsteypt einingahús frá  Smellinn á Akranesi. Húsið er stakstætt á stórri hornlóð. Flísar eru á öllum gólfum og allar innréttingar mjög vandaðar.  Forstofa rúmgóð með fataskáp Eldhús stórt og rúmgott, með góðum borðkrók. Borðstofa, stofa og sjónvarpshol  eru björt og rúmgóð. Herbergi eru þrjú,  stór og rúmgóð með skápum. Baðherbergi með baðkari og sturtu, dyr eru út í garðinn og þar er hægt að setja upp heitan pott. Gestasnyrting og þvottahús eru í milligangi milli íbúðar og bílskúrs. Bílskúr stór og rúmgóður með flísum á gólfi. Verönd er  framan við húsið með vönduðum skjólveggjum. Allar nánari upplýsingar veitir Árni Þotsteinsson sími 533 6056 gsm 898 3459 email arni@hofdi.is