Bitra , Selfoss


TegundAtvinnuhúsnæði Stærð580.90 m2 22Herbergi 6Baðherbergi Sérinngangur

GISTIHEIMILI Í FULLUM REKSTRI, *TÆKIFÆRI Í FERÐAÞJÓNUSTU*!

TILVALIÐ FYRIR HJÓN, GÓÐAR REIÐLEIÐIR VIÐ JÖRÐINA!

Gisitheimilið Bitra í Flóahreppi sem staðsett er við þjóðveg nr. 1, u.þ.b. 15 km. austan við Selfoss.

Um er að ræða reksturinn og 581 fm reislulegt hús, sem stendur á 5 ha. eignarlóð. Húsið er á þremur hæðum, byggt 1985, vel byggt með þykkum útveggjum. Húsið ber engin merki skjálftans frá árinu 2000 sem mældist 6,4 á ricter. Á gólfum hússins er dúkur, parket og flísar. Í húsinu er í dag rekin ferðaþjónusta. Íbúðarhúsið samanstendur af sér 3ja herbergja ca. 80 fm. íbúð, 17 herbergjum (37 fleti) sem leigð eru til ferðamanna, stóru eldhúsi,  borðsal, setustofu og annarri sameiginlegri aðstöðu fyrir gesti.
Útsýnið frá eigninni er einstakt og umhverfi hússins er hið snyrtilegasta, við inngang er nýlegur stór pallur. 
Samkvæmt skráningu Þjóðskrá Íslands er birt flatarmál eignarinnar 580,9 fm, 
landnúmer: 215992 með fastanúmerin 220-0716.


Staðsetningin er einstök og býður upp á frekari uppbyggingu og liggja teikningar fyrir í formi fjölgunar á gistirýmum með nýbyggingum og/eða frekari þjónustu við ferðamenn m.t.t. staðsetningar.
Seljendur eru tilbúnir til að skoða skipti á ódýrari eign.

Í seilingarfjarlægð frá Bitru - tekið af vef ferðaþjónustu bænda:

Kunnar náttúruperlur, Geysir, Gullfoss, Þjórsárdalur

Gistiheimilið Bitra er við þjóðveg nr. 1 þar sem hann liggur frá Selfossi austur um stærsta samfellda undirlendi á Íslandi og mikið landbúnaðar- og ylræktarhérað. Héðan liggja vegir til allra átta og í dagsferðum frá Bitru má heimsækja og skoða allar kunnustu náttúruperlur á sunnanverðu Íslandi. Skammt frá Bitru liggur vegur inn til landsins og uppsveita héraðsins (nr. 30) þar sem eldfjallið Hekla gnæfir við himin. Hér bíða ferðamannsins heimskunnir staðir eins og jarðhitasvæðið við Geysi (58 km) og Gullfoss (61 km) og yndislegar náttúru- og útivistarperlur eins og Þjórsárdalur (52 km).

Skálholt, Laugarvatn Fontana Spa, þjóðgarðurinn á Þingvöllum

Af vegi nr. 30 liggur vegur nr. 31 að Skálholti, sögufrægum stað þar sem var biskups- og menntasetur í 7 aldir (31 km). Frá Skálholti er tilvalið að aka til Laugarvatns (54 km frá Bitru) þar sem er vinsælt heilsubað, Laugarvatn Fontana Spa. Eftir að hafa slakað á í heitri jarðhitalaug liggur svo leiðin til þjóðgarðsins á Þingvöllum (25 km frá Laugarvatni; 59 km frá Bitru), einstakrar náttúruperlu þar sem er söguríkasti staður á Íslandi, staðurinn þar sem hið forna Alþingi var sett á stofn 930, kristni var tekin í lög árið 1000 og íslenska lýðveldið var stofnað 17. júní 1944.

Eyjafjallajökull, Seljalandsfoss, Skógafoss, Vestmannaeyjar

Skammt austan við Bitru er ekið yfir jökulfljótið Þjórsá. Þar blasir Eyja¬fjallajökull við í austri og ferðamannsins bíða kunnir staðir eins og Seljalandsfoss (57 km) og Skógafoss (83 km). Frá þorpinu Hvolsvelli (36 km) eru í boði daglegar ferðir á sumrin inn í útivistar- og náttúru-paradísina Þórsmörk. Niður við ströndina, 31 km frá Hvolsvelli, er Landeyjahöfn þaðan sem eru ferjusiglingar (35 mín) til Vestmannaeyja. Í dagsferð til eyjanna, þar sem er blómlegur útgerðarbær í einstöku umhverfi, má m.a. skoða áhrifaríkt safn um eldgosið í útjaðri bæjarins árið 1973 og afleiðingar þess.

Allar nánari uppl. og skoðun veitir: Jóhann Friðgeir, lgf  GSM: 896-3038  e-mail: johann@hofdi.is og Kristinn Tómasson, lögg.fasteignasali GSM: 820-6797  e-mail: kristinn@hofdi.is

í vinnslu