T-bær veitingahús og tjaldstæði, Selvogi , Ölfus


TegundFyrirtæki Stærð99.80 m2 1Herbergi 3Baðherbergi

Fasteignasalan Höfði kynnir T-bæ veitingahús og tjaldstæði í Selvogi til sölu, eignin og reksturinn eru í einkahlutafélaginu
T-bær. Um er að ræða  100 fermetra timbur hús  með stórri verönd, í húsinu er veitingasalur er fyrir 60 manns, eldhús,  snyrtingar,  köld geymsla,  þvottahús og starfsmannaaðstaða, tæki og borðbúnaður  sem tilheyra veitingarekstrinum.

Tjaldstæðið er  um einn hektari á grónu túni,  rafmagnstengin er fyrir 36 húsbíla/tjaldvagna  og þar eru snyrtingar og uppþvottaaðstaða. 

Á tjaldsvæðinu er einangraður gámur, klæddur innan riðfríu stáli. Rafmagn og hiti eru í gámnum  og er hann  nýttur sem geymsla fyrir öll tæki og verkfæri  vegna tjaldstæðisins og viðhalds húss og lóðar.  

Veitingahúsið og tjaldstæðið hefur aðeins verið opið frá byrjun  maí til loka september , veitingahúsið hefur verið rekið sem kaffihús, þar sem einnig hefur verið boðið uppá súpu og brauð og sem morgunverðar staður fyrir tjaldstæðið.

Hér eru miklir möguleikar á að auka núverandi  starfsemi  og  að bæta nýjum stoðum undir reksturinn.
Fasteign og lóð er verðmetin á um 39.800.000 kr og lausafé og viðskiptavild á um 9.500.000 kr.  
 
Allar nánari upplýsingar veitir Árni Þorsteinsson hjá Höfða fasteignasölu gsm 898 3459 og e-mail arni@hofdi.is

 

í vinnslu