Kjarrmói 1, Selfoss


TegundParhús Stærð172.90 m2 7Herbergi 2Baðherbergi Sérinngangur

Glæsilegt parhús á einni hæð með innbyggðum á vinsælum stað á Selfossi.

Allar innréttingar eru til fyrirmyndar og er öll eignin hin snyrtilegasta.

Hátt er til lofts í húsinu, sem er nú með fjórum góðum svefnherbergjum og stórum stofum. 
Glæsileg suð-vestur garður með heitum potti og verönd.

Samkvæmt skráningu Þjóðskrá Íslands er birt flatarmál eignarinnar 172,9 fm.

Forstofa: Flísalögð með góðum fataskáp.
Inn af forstofu er gengið inn í eitt herbergi til vinstri. Inn af forstofu er gangur, til vintri eru stofurnar og eldhúsið en til hægri svefnálman og baðherbergið, bílskúrinn er nú innréttaður með stóru sér herbergi og sauna klefa, sturtu og klósettaðstöðu. Úr bílskúr er útgegnt í bakgarðinn, þar sem heitur pottur er og góðverönd.
Eldhús: Mjög glæsileg innrétting, keramik helluborð, gott skápapláss og góður borðkrókur, stór ískápur.
Stofur: Stofurnar eru flísalagðar, bjartar og mjög rúmgóðar. útgengt út í garðinn á tveimur stöðum.
Þvottahús: Flísalagt, mjög aðgengilegt með góðu skápaplássi.
Svefnherbergin: Öll parketlögð og rúmgóð, með glæsilegum fataskápum, nema herb. í bílskúr sem er flísalagt.
Baðherbergi: Einstaklega glæsilegt, flísalagt í hólf og gólf með sturtu, góð innrétting.
Skúr í garðinum: Góð útigeymsla er í garðinum fyrir aftan húsið, þar sem hægt er að geyma grillið, garðhúsgögn og margt fleira.

- Í garðinum er í bygginu glerhýsi sem fyrirhugað er að nota sem setustofu.

Allar nánari uppl. og skoðun veitir: Jóhann Friðgeir, lgf. GSM: 896-3038  e-mail: johann@hofdi.is

í vinnslu