Safamýri 81, Reykjavík


TegundSérhæð Stærð128.70 m2 5Herbergi 2Baðherbergi Sérinngangur

Íbúðin er SELD - Með fyrirvara!

BJÖRT, NEÐRI SÉRHÆÐ Í FALLEGU HÚSI INNST Í BOTLANGA Á ÞESSUM VINSÆLA STAÐ VIÐ SAFAMÝRI Í REYKJAVÍK. 

Samkvæmt skráningu Þjóðskrá Íslands er birt flatarmál eignarinnar 128,7 fm.

Um er að neðri sérhæð í steyptu tvíbýlishúsi byggðu árið 1966. Lóðin er 998 fm á einum besta stað við Safamýri, stórt frístundarsvæði er bak við húsið.
Gengið er inn í rúmgóða forstofu, þar er gestasnyrting. Inn af forstofu er hol sem aðskilur flestar vistarverur hæðarinnar, en rúmgóð stofan er við hliðina á holinu. Eldhúsið er til vinstri með þvottahúsið þar við hliðina og búr. Beint innaf holinu er svefnherbergisálman, nú með tveimur svefnherbergjum (þrjú samk. teikningum), fataherbergi og baðherbergi. Hægt er að ganga út í bakgarðinn bæði úr holinu og hjónaherberginu. Samk. eignaskiptasamningi er upphaflega gert ráð fyrir að reisa bílskúr á austurhlið, við hlið bílskúrsins sem nú tilheyrir efri hæðinni. Innréttingar eru komnar til ára sinna og þarfnast því eignin umönnunar og endurnýjunar.


Forstofa: Rúmgóð með parketi á gólfi og fatahengi.
Hol: Parket á gólfi, útgengt út á verönd í bakgarði.
Stofa: Rúmgóð og löng með teppi á gólfum.
Eldhús: Eldri innrétting og korkflísar á gólfi.
Baðherbergi: Flísalagt með eldri innréttingu, flísalagt  niðurgrafið baðstæði með sturtuaðstöðu.
Svefnherbergi: Hjónaherbergið er með fataherbergi, útgengt út í bakgarð, hitt herb. er með möguleika á breyta í tvö herbergi samk. teikningum.
Þvottahús: Korkflísar á gólfi og útgengt út í garð, lítið búr er innaf með hillum.
Geymsla: Skráð 7,4 fm við hliðina á bílskúrnum.

- Nýlega var skipt um gler í stofu og holinu.
- Nýlega var skipt um útihurðar við aðalinngang.
- Húsið hefur verið lagfært að miklu leyti að utan.

Allar nánari uppl. og skoðun veitir: Jóhann Friðgeir, lgf  GSM: 896-3038  e-mail: johann@hofdi.is

í vinnslu