Hraunbraut 42, Kópavogur


TegundFjölbýlishús Stærð68.40 m2 3Herbergi 1Baðherbergi Sameiginlegur

Góð 3ja herbergja íbúð á 1.h. í litlu fjölbýli við Hraunbraut 42 í Kópavogi.   Húsið er með fimm íbúðum og stendur á friðsælum stað innarlega í lokuðum botnlanga.  Eignin er töluvert endurnýjuð á undanförnum árum og er t.d. allt gler og gluggapóstar nýlegt.  Íbúðin skiptist þannig.

Hol :  Er skipt upp í tvö rými með hleðslugleri.  Flísar og parket á gólfi ásamt fataskáp.
Eldhús :  Flísar á gólfi, góð innrétting,  AEG keramik helluborð og ofn, gufugleypir, tengt fyrir uppþvottavél og borðkrókur.
Baðherbergi :  Flísar á gólfi og veggjum, nýlegur sturtuklefi, innrétting og opnanlegur gluggi.
Stofa : Björt með parketi á gólfi.
Hjónaherbergi : Rúmgott með parketi á gólfi og skápum.
Barnaherbergi :  Parket á gólfi.
Geymsla : Sérgeymsla með hillum og glugga í kjallara.  Er ekki inn í uppgefnum fermetrafjölda.
Þvottaherbergi :  Sameiginlegt rúmgott þvottaherbergi er í kjallara.
Annað :  Stigagangur er með flísalögðu gólfi og sameiginlegar svalir ganga út frá stigapalli milli hæða í húsinu.  Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla er í kjallara.  Húsið var málað að utan árið 2015. Þak hússins er nýlegt.  Helluborð og ofn í eldhúsi eru síðpan 2017, raflagnir eru endurnýjaðar að hluta.  Gróinn og skjólgóður garður er á þrjá vegu í kringum húsið.  

Frekari upplýsingar veitir :  Brynjar s: 698-6919  brynjar@hofdi.is

 

í vinnslu