Álftamýri 2, Reykjavík


TegundFjölbýlishús Stærð131.00 m2 4Herbergi 1Baðherbergi Sameiginlegur

BJÖRT OG FALLEG 4RA HERBERGJA ÍBÚÐ MEÐ BÍLSKÚR OG ÚTSÝNI ÚT Á SUNDIN Á ÞESSUM VINSÆLA STAÐ - 108 REYKJAVÍK.

Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignarinnar 131 fm.

Um er að ræða 4ra herbergja íbúð á 4.hæð í steinsteyptu fjölbýlishúsi byggðu árið 1962. Íbúðin sjálf er skráð 100 fm., geymsla í kjallara 10,7 fm.  og bílskúr 20,3 fm.
Gengið er inn í rúmgott hol, strax til hægri er svefnherbergi en lengra beint inn af inngangi er álma með tveimur svefnherbergjum og baðherbergi. Inn af hjónaherbergi er fataherbergi. Til vinstri við inngang er kompa sem nýtt er fyrir skó og yfirhafnir og til hliðar við kompuna er eldhús.  Frá holi er opið inn í samliggjandi stofu og borðstofu en rýmið er einkar bjart og rúmgott. Þvottahús er inn af eldhúsi og útgengt er á svalir úr borðstofu.

Forstofa/hol: Parket á gólfi og lítl kompa með góðu hilluplássi.
Eldhús: Hvítlökkuð innrétting með góðu skápaplássi. Gólf er flotað.
Stofa/borðstofa: Bjartar stofur og rúmgóðar. Parket á gólfum og gengið út á suðursvalir úr borðstofu.
Svefnherbergi: Herbergin þrjú eru parketlögð. Hjónaherbergi með góðu fataherbergi með hillum en fataskápur í hvoru barnaherbergi.
Baðherbergi: Flísalagt, snyrtilegt með baðkari og sturtuaðstöðu, baðskápi og glugga. Öll tæki í góðu ásigkomulagi.
Þvottahús: Inn af eldhúsinu er þvottahús sem rúmar bæði þvottavél og þurrkara.  Borðpláss og þvottasnúrur.Gólf er flotað.
Bílskúr: Skráður 20,3 fm. með rafmagni, heitu og köldu vatni, Sjálfvikum hurðaopnara og glugga.  
Geymsla: Sér 10,7 fm. góð geymsla á jarðhæð fylgir íbúðinni.  

Að sögn eiganda hefur húsinu verið vel við haldið: 
Í sumar var skipt um þak á húsinu auk frekara viðhalds sem því fylgir.  Fyrir um þremur árum var lögð ný stétt við húsið með hita og lóðin löguð til.  Skipt um glugga í bílskúr árið 2016
Teppi í sameign eru ný hreinsuð og sameign snyrtileg. Ljósleiðari er kominn inn í íbúðina.

Í sameign er sameiginleg vagn- og hjólageymsla ásamt sameiginlegu þvottahúsi og salerni.

ATH! STUTT Í LEIK- OG GRUNNSKÓLA, ÁSAMT FRÁBÆRU VERSLUNAR OG ÞJÓNUSTUSVÆÐI!

Allar nánari uppl. og skoðun veitir: Jóhann Friðgeir, lgf  GSM: 896-3038  e-mail: johann@hofdi.is

í vinnslu