Melabraut 32, Seltjarnarnes


TegundFjölbýlishús Stærð124.10 m2 4Herbergi 1Baðherbergi Sérinngangur

EFRI SÉRHÆÐ MEÐ BÍLSKÚR MEÐ FALLEGU ÚTSÝNI TIL VESTURS Á ÞESSUM VINSÆLA STAÐ Á SELTJARNARNESI.

Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignarinnar 124,1 fm.

Um er að ræða 4-5 herbergja íbúð á efri hæð í steinsteyptu þríbýlishúsi byggðu árið 1968 ásamt bílskúr.
Íbúðin sjálf er skráð 96,8 fm, geymsla á jarðhæð 7,5 fm og bílskúr 19,8 fm.

Gengið er inn í forstofu, inn af henni er gangur sem aðskilur vistarverur íbúðarinnar. Tvö herbergi eru strax til hægri við inngang og baðherbergi þar lengra inn af með hjónaherberginu í enda gangsins. Eldhúsið er til vinstri við inngang og rúmgóðar sofurnar lengra inn af til vinstri. Svalirnar snúa til vesturs en þær eru yfirbyggðar með miklu útsýni eins og úr stofunum. Á neðri hæðinni er sameiginlegt þvottarými og sér geymsla ásamt bílskúrnum sem er við endagaflinn og glugga.

Forstofa/gangur: Flísar á gólfi og fatahengi.
Eldhús: Eldri innrétting með góðu skápaplássi, borðkrókur og korkflísar á gólfi.
Stofa/borðstofa: Bjartar stofur og rúmgóðar. Parket á gólfum og gengið út á yfirbyggðar vestursvalir úr borðstofu.
Svefnherbergi: Herbergin eru þrjú, hjónahebergið með mjög góðu skápaplássi, einnig eru skápar í hinum herbergjunum, dúkur er á gólfum.
Baðherbergi: Flísalagt, snyrtilegt með baðkari og sturtuaðstöðu, baðskápi og glugga. Öll tæki í góðu ásigkomulagi.
Bílskúr: Skráður 19,8 fm. með rafmagni, heitu og köldu vatni, Sjálfvikum hurðaopnara og glugga.  
Geymsla: Sér 7,5 fm góð geymsla á neðri hæðinni fylgir íbúðinni.
Þvottahús: Sameiginlegt þvottarými er á neðri hæð en búið er að útbúa sér tengi í sjálfri geymslunni sem tilheyrir íbúðinni.  

Að sögn eiganda hefur húsinu verið vel við haldið: 
- Árið 1996 voru settir nýjir ofanr og vatnslagnir endurnýjaðar.
- Árið 2008 var húsið steinað, sett ný útidyrahurð og nýr gluggi og gler í bílskúrglugga, dren sett í kringum húsið og hellulögn.
- Árið 2012 var byggt yfir svalirnar og sett nýtt gler í stofugluggana.
- Árið 2013 var skipt um botnstikki og gler í geymsluglugganum svo sett nýtt gler í sameignargluggann á neðri hæð. 
- Árið 2016 var eldhúsgluggi á suðurhliðinni lagaður og sett nýtt gler.

Ljósleiðari er kominn inn í íbúðina.

ATH! STUTT Í LEIK- OG GRUNNSKÓLA, ÁSAMT FRÁBÆRU VERSLUNAR OG ÞJÓNUSTUSVÆÐI!

Allar nánari uppl. og skoðun veitir: Jóhann Friðgeir, lgf  GSM: 896-3038  e-mail: johann@hofdi.is

í vinnslu