Dagverðarnes 44, Borgarbyggð


TegundSumarhús Stærð52.10 m2 3Herbergi 1Baðherbergi Sérinngangur


Sumarhús á frábærum útsýnisstað í landi Dagverðarness í Skorradal, einu vinsælasta sumarhúsasvæði landsins. Lóðin er 2.528 m2 eignalóð með miklum trjágróðri. Húsið er skráð 52,1 fm. skv. Þjóðskrá, auk útigeymslu og svefnlofts sem ekki er skráð í fermetratölu. Húsið er timburhús byggt árið 1994. Húsið er hitað upp með rafmagnskyndingu (hringrásarkerfi)  og heitt vatn er frá rafmagnstúbu. Undirstöður eru staurar.  Stór timburverönd er við húsið með geysifögru útsýni yfir Skorradalsvatn og vestur á Snæfellsjökul. Svæðið er lokað með öryggishliði.  
Lýsing:  Húsið skiptist í forstofu og gang, stofu með eldhúskrók, baðherbergi með sturtu og eitt stórt svefnherbergi ( var áður tvö herbergi). Stigi úr forstofu upp á svefnloft sem er panelklætt.  Útgengt úr stofu á verönd. Húsið er panelklætt að innan og viðargólfborð eru á gólfum. 

Uppl. veitir Runólfur viðsk.fr. lögg.fast á Höfða  s. 8927798  runolfur@hofdi.is

í vinnslu