Hringbraut 78, Reykjavík


TegundFjölbýlishús Stærð74.60 m2 4Herbergi 2Baðherbergi Sameiginlegur

Íbúðin er SELD - Með fyrirvara!

FALLEG 3JA HERB. ÍBÚÐ Á 2.HÆÐ Á EFTIRSÓTTUM STAÐ MEÐ SÉR 17 FM ÍBÚÐARHERBERGI - VESTURBÆR REYKJAVÍKUR.

Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignarinnar 74,6 fm.

Um er að ræða bjarta og fallega íbúð á 2.hæð ásamt sér 17 fm herbergi í kjallara í steinsteyptu fjölbýlishúsi byggðu árið 1935 á 2.928 fm leigulóð.
Íbúðin hefur verið mikið endurnýjumð þ.e.a.s. innréttingar og gólfefni. Gengið er inn í lítinn gang sem aðskilur vistarverur íbúðarinnar, strax til vinstri er eldhúsið en til hægri er svefnherbergi. Beint inn af inngangi er stofan og þar við hliðina til vinstri er hjónaherbergið. Baðherbergið er á milli hjónaherbergisins og eldhúsins. Herbergið í kjallara er skráð sem geymsla, búið er að hanna þar afmarkað og lokað baðherbergi með sturtu og eldhúskrókur er þar við hliðina. Sameignlegt þvottahús og þurrkherbergi er í kjallara ásamt vagna- og hjólageymslu.


Forstofa/gangur: Vínylperket á gólfi.
Eldhús: Falleg innrétting með góðu skápaplássi. Gott borðpláss, vínylparket á gólfi og borðkrókur.
Stofa: Björt með vínylparketi á gólfi.
Svefnherbergin: Herbergin tvö eru með vínylparketi á gólfum, bæði rúmgóð, góður fataskápur er í hjónaherberginu og minni í barnaherberginu.
Baðherbergi: Flísalagt með sturtu, handlaug með skáp og gluggi.
Herbergi í kjallara: Mjög rúmgott, skráð 17 fm, filtteppi á gólfi, sér baðherbergi og eldhúskrókur.
Þvottahús: Snyrtilegt og sameiginlegt í kjallara.

Um er að ræða einstaklega fallega íbúð á góðum og eftirsóttum stað í vesturbæ - 101 Reykjavík
- Að sögn eiganda hefur húsið fengið gott viðhald í gengum árin.
- Ljósleiðari er kominn inn í íbúðina.

ATH! Eignin er í hjarta gamla vesturbæjarins, mitt á milli miðbæjar Reykjavíkur og Grandasvæðisins.

Allar nánari uppl. og skoðun veitir: Jóhann Friðgeir, lgf  GSM: 896-3038  e-mail: johann@hofdi.is

í vinnslu