Bríetartún 14, 105 Reykjavík

3 Herbergja, 78.10 m2 Fjölbýlishús, Verð:42.900.000 KR.

GLÆSILEG, 3JA HERB. ÍBÚРÁ 1. HÆРMEРSVÖLUM Á EFTIRSÓTTUM STAÐ Í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR. - BRÍETARTÚN 14, 105 REYKJAVÍK. Samkvæmt skráningu Þjóðskrá Íslands er birt flatarmál eignarinnar 78,1 fm. Íbúðin er hin glæsilegasta enda uppgerð að miklu leyti, björt og rúmgóð með mjög fallegu parketi á öllu gólfum nema baðherbergi. ATH! Sér geymsla er í kjallar ca. 5,0 fm að stærð, þannig að eignin er í raun ca. 83 fm. Forstofa/hol:  Parket á gólfi og gott fatahengi. Svefnherbergi: Parket á gólfi, mjög rúmgott með fallegum fataskáp með rennihurðum. Baðherbergi: Flísalagt að hluta, lítil innrétting, ný blöndunartæki og baðkar, með sturtu. Eldhús: Parket á gólfi, nýleg mjög góð innrétting með góðu skápaplássi, keramik helluborð. Stofa/borðstofa: Stofan er björt og rúmgóð samliggjandi við borðstofu sem auðvelt að breyta í annað svefnherbergi, útgengi út á litlar skjólgóðar suður svalir, parket á gólfum. Að sögn eiganda hefur húsið og sameign fengið gott viðhald: - Skólp og vatnslagnir endurnýjaðar út í götu árið 2006. - Frárennslislagnir og skólplagnir (stokkur) endurnýjaðar hægra ...

Eskihlíð 8, 105 Reykjavík

5 Herbergja, 128.80 m2 Fjölbýlishús, Verð:54.900.000 KR.

Íbúðin er SELD - Með fyrirvara! 5-6 HERB. 128,8 FM BJÖRT OG FALLEG ÍBÚÐ Á 2. HÆÐ Á ÞESSUM VINSÆLA STAÐ - 105 REYKJAVÍK. Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignarinnar 128,8 fm. Um er að ræða bjarta og fallega íbúð á 2. hæð í steinsteyptu fjölbýlishúsi byggðu árið 1962. Samkvæmt skráningu þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignarinnar 128,8 fm. en þar af er 6,0 fm. geymsla í kjallara hússins. Gengið er inn í hol (forstofu) en þar strax til hægri er eldhúsið sem er opið inn í holið. Þar til vinstri eru tvær rúmgóðar og bjartar samliggjandi stofur. Útgengt er út á svalir úr annarri stofunni og snúa þær í vestur. Gengið er inn í svefnálmuna úr holinu sem er beint inn af inngangi íbúðarinnar en þar á vinstri hönd eru góðir skápar. Inn af álmunni eru fjögur svefnherbergi og rúmgott baðherbergi. ...

Drápuhlíð 15, 105 Reykjavík

2 Herbergja, 72.90 m2 Fjölbýlishús, Verð:37.800.000 KR.

Íbúðin er SELD - Með fyrirvara! FALLEG OG BJÖRT, MIKIÐ ENDURNÝJUÐ ÍBÚÐ MEÐ SÉRINNGANGI - LAUS STRAX! Samkvæmt skráningu Þjóðskrá Íslands er birt flatarmál eignarinnar 72,9 fm. Um er að ræða íbúð í kjallara í steinsteyptu fjórbýlishúsi sem er sambyggt parhús við húsið nr.17 byggt árið 1946. Íbúðin er opin og mjög björt. Gengið er inn í forstofu, inn af forstofunni er rúmgott hol sem aðskilur allar vistaverur íbúðarinnar, baðherbergið er lengst til hægri og er eldhúsið þar við hliðina. Stofan er lengst inn af, en svefnherbergið við hlið hennar. Sér geymsla er innan íbúðar. Forstofa: Flísar á gólfi og úr forstofu er gengið inn í sameign að þvottahúsinu. Hol: Parket á gólfum og innangent í sér geymslu íbúðarinnar. Stofa: Björt og rúmgóð með fallegum innbyggðu bókaskáp, parketlögð. Baðherbergi: Flísar og hiti í gólfi, baðkar m/sturtuaðstöðu og upphengt salerni. Eldhús: Nýleg innrétting með góðu skápaplássi, spanhelluborð og korkflísar á gólfi. Svefnherbergi: Herbergið er ...

Flétturimi 6, 112 Reykjavík

4 Herbergja, 116.00 m2 Fjölbýlishús, Verð:49.000.000 KR.

Falleg 4ra herb. íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi við Flétturima 6 í Reykjavík. Íbúðin er 110 fm og sér geymsla í kjallara 6 fm., alls skráð 116 fm. skv. Þjóðskrá. Þvottahús er innan íbúðar. Íbúðinni fylgir bílastæði í bílakjallara hússins.  Húsið er steinhús byggt árið 1993. Lýsing: Hol og gangur með parketi og skáp. Stofa með parketi, svalir út af stofu. Eldhús með ljósum korkflísum á gólfi og flísum milli skápa. Falleg hvít innrétting og borðkrókur. Þrjú svefnherbergi með parketi. Skápar í tveimur herbergjum. Baðherbergi er með glugga, flísalagt á gólfi og veggum, baðkar og sturtuklefi. Hvít innrétting við vask. Þvottahús er innaf gangi. Í kjallara er sér geymsla, ásamt sameiginl. hjóla- og vagnageymslu. Íbúðinni fyrgir stæði í bílakjallara hússins. Uppl. veitir Runólfur viðsk.fr. lögg.fast. á Höfða s. 892 7798. runolfur@hofdi.is  

Laugavegur 3, 101 Reykjavík

Herbergja, 347.40 m2 Fjölbýlishús, Verð:2.600.000 KR.

Til leigu frábærlega staðsett verslunar eða veitingahúsnæði á einum besta stað í miðbænum. Eignin er laus og til afhendingar strax. Í þessari eign er hægt að láta hlutina ganga.  Húsnæðið er 173,7 m2 á götuhæð og 173,7 m2 í kjallara, alls skráð 347,4 m2 skv. Þjóðskrá.  Á aðalhæð eru stórir gluggar að Laugavegi. Innaf er gert ráð fyrir eldhúsi, loftræstikerfi er til staðar. Á neðri hæð eru snyrtingar, geymslur og starfsmannaðstaða,. Allar nánari upplýsingar veitir Ásmundur Skeggjason fasteignasli, asmundur@hofdi.is  Gsm 895 3000.- 

Grænlandsleið 15, 113 Reykjavík

3 Herbergja, 154.50 m2 Sérhæð, Verð:63.500.000 KR.

Stórglæsleg 123,3 fm. neðri sérhæð í tvíbýlishúsi, ásamt 32,2, fm. bílskúr, alls skráð 154,5 fm. skv. Þjóðskrá. Sérlega vandaðar innréttingar og gólfefni. Sér inngangur og Þvottahús innan íbúðar. Húsið er steinhús byggt árið 2005.  Nánari lýsing: Forstofa, hol og eldhús með dökkum flísum á gólfi, góðir skápar í holi. Stílhreint og fallegt eldhús með hvítri innréttingu og eyju sem hægt er að sitja við. Rúmgóð stofa og borðstofa með ljósu plankaparketi á gólfum (ljós askur) Arinn í stofu. Útgengt úr stofu á afmarkaða timburverönd. Sjónvarpsrými er inn af eldhúsi. Gangur með dökkum flísum á gólfi, Þar eru tvö svefnherbergi og baðherbergi. Glæsilegt baðherbergi flíslagt í hólf og gólf, baðkar og sturtuklefi, ásamt innréttingu við vask. Halogeglýsing á baði. Svefnherbergin eru með ljósu plankaparketi á gólfum og fataherbergi er innaf hjónaherbergi. Þvottahús er inn af gangi Þar sem er góð aðstaða fyrir Þvottavél ...

Hátún 8, 105 Reykjavík

4 Herbergja, 89.30 m2 Fjölbýlishús, Verð:45.900.000 KR.

**Opið hús á sunnudaginn 13.01.2019. á milli kl. 15:00 og 15:30**  íbúð 802.  Falleg og vel skipulögð fjögurra herbergja íbúð á 8. hæð í lyftuhúsi með suður svölum. Sölumenn sýna, lyklar á skrifstofu. Laus strax. Komið er inn í parketlagða forstofu, skápur. Hol er parketlagt. Eldhús er með snyrtilegri eldri innréttingu. Baðherbergi er flísalagt, innrétting, t.f. þvottavél, sturta. Stofa er parketlögð, innaf er lítið parketlagt herbergi. Hjónaherbergi er parketlagt, gott skápapláss, við hliðina er barnaherbergi parketlagt, skápur. Sér geymsla auk hefðbundinnar sameignar.  Verið er að taka húsið í gegn að utan, búið að endurnýja glugga og gler, opnanleg fög og svalahurð. Verðið að gera við að utan og mála, og er framkvæmdum að ljúka.  Allar nánari upplýsingar veitir Ásmundur Skeggjason fasteignasali, asmundur@hofi.is, Gsm 895 3000.-

Básbryggja 3, 110 Reykjavík

5 Herbergja, 152.80 m2 Fjölbýlishús, Verð:59.900.000 KR.

**Opið hús á sunnudaginn 13.01.2019 á milli kl. 16:00 og 16:30** íbúð 301.  Glæsileg fimm herbergja íbúð með innbyggðum bílskúr í klæddu fimm íbúða húsi. Tvennar svalir til norðurs og suðurs, sér þvottahús í íbúð og ágæt geymsla í sameign. Allar innréttingar eru frá Axis. Íbúð getur losnað strax. Íbúðin er á tveimur hæðum og í enda. Gólfflötur íbúðar er stærri en uppgefin fermetratala. Komið er inn í granítlagða forstofu, skápur. Við hliðina er herbergi, parket skápur. Stofa og borðstofa eru opnar við eldhús, útgangur er á suður svalir. Eldhús með snyrtilegri innréttingu, innbyggður ísskápur og uppþvottavél fylgja.Þvottahús er innaf eldhúsi. Hjónaherbergi er parketlagt, skápur. Baðherbergi er flísalagt, sturta, innrétting, upphengt salerni og handklæðaofn. fallegur steyptur stigi er á efri hæð. Á efri hæð er sjónvarpsstofa, parket. Herbergi er innaf, parket, skápur, svalir. Hér er á ferðinni vel skipulögð og falleg eign með sér ...

Brekkur 19, 801 Selfoss

Herbergja, 14,369.90 m2 Lóð / Jarðir, Verð:4.500.000 KR.

Til sölu eru fallegar sumarhúsalóðir/eignarlóðir við Úlfljótsvatn í Grímsnes- og Grafningshreppi, í næsta nágrenni við Þingvelli. Landið hallar mót vestri með frábæru útsýni yfir vatnið og snýr vel við miðdegis- og kvöldsólinni. Þessi lóð nr. 19 er 14.369,9 fm. að stærð og er sunnan við þjóðveg 36 (á hægri hönd sé ekið í átt til Þingvalla). Lóðin er vel kjarri vaxin og hallar lítillega til vesturs. Á svæðinu er aðgangur við lóðamörk að heitu og köldu vatni og rafmagni. Einungis 40 km frá Reykjavík sé farið um Nesjavelli og um 70 km sé farið um Hellisheiði. Stutt er í margvíslega þjónustu og afþreyingu. Heimild er til að vera með árabát á Úlfljótsvatni sem og að veiða á stöng út frá sumarhúsa svæðinu.  Fá má nánari upplýsingar hjá sölumönnum í síma 533-6050