Bleikjukvísl 17, 110 Reykjavík (Árbær)
187.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús með aukaíbúð
11 herb.
340 m2
187.000.000
Stofur
3
Svefnherbergi
7
Baðherbergi
5
Inngangur
Sér
Byggingaár
1983
Brunabótamat
157.150.000
Fasteignamat
172.300.000

Fasteignasalan Höfði kynnir mjög fallegt og vel skipulagt tveggja hæða einbýlishús ásamt bílskúr og aukaíbúð á rólegum og fjölskylduvænum stað í grónu hverfi að Bleikjukvísl 17, í Árbænum, 110 Reykjavík. Glæsilegt útsýni.
Samtals skráðir fermetrar skv. FMR 340 fm, þar af er bílskúr 28,1 fm. Að auki er óskráður kjallari 70 fm.


Mjög fallegur gróinn garður er í kringum húsið ásamt gróðurhúsi og timburverönd.
Í húsinu er auka íbúð og mjög lítið mál er að bæta annarri við. Óskráða kjallararýmið er nú nýtt sem líkamsræktaraðstaða.
Um er að ræða frábært fjölskylduhús sem býður upp á marga möguleika.
Hringdu núna og BÓKAÐU SKOÐUN hjá  Ásmundur Skeggjasyni sími 8953000  eða í gegnum netfangið [email protected]

**Skipti möguleg á ódýrari eign** 

Nánari lýsing:                                           
Efri hæð Komið er inn í rúma forstofu með fatahengi og gestabaðherbergi.
Flísar á gólfi. Frá forstofu er gengið inn í aðalrými hússins sem telur sjónvarpsstofu, stóra stofu, borðstofu og eldhús. Einnig er á hæðinni þvottahús, stórt baðherbergi og fataherbergi, ásamt 2 svefnherbergjum.
Eldhúsið var endurnýjað árið 2021, ný tæki og granítsteinn á borðum.
Þvottahús er inn af eldhúsi með útgengi út í garð. Góð aðstaða í þvottahúsi með miklu skápaplássi og vaski.
Í stofunni eru stórir gluggar sem gerir rýmið bjart. Stór steyptur arinn er á milli stofu og borðstofu. Borðstofan er fyrir framan eldhúsið sem rúmar stórt borðstofuborð, útgengt á verönd úr borðstofu. Nýtt parket sett á alla hæðina 2021.
Aðalbaðherbergi eignarinnar er með baðkari, sturtuklefa, salerni og flísar eru á veggjum og gólfi. Stórt fataherbergi á baðherbergisgangi.
2 svefnherbergi eru á hæðinni en auðvelt er að bæta 3ja svefnherberginu við með því að minnka aukaíbúðina um 1 svefnherbergi eða sameina alla hæðina og þá hægt að bæta allt að 3 svefnherbergjum við.
Aukaíbúðin er á efri hæð samkvæmt núverandi skipulagi. Komið er inn í bjart alrými með mörgum stórum gluggum, þar er eldhús og stofa/borðstofa. Inn af því rými er rúmgott svefnherbergi og baðherbergi með sturtu, flísum á veggjum og gólfi.
Í íbúðinni er sólstofa, gengið er í gegnum hana í svefnherbergi 2.
Auðvelt er að breyta fyrirkomulagi og gera hæðina að einu stóru rými.

Neðri hæð er 78 fm sem telur nú 3 svefnherbergi,1 baðherbergi með sturtu, sjónvarpsstofu og forstofu, með sérinngangi.  Neðri hæðin var leiguíbúð fyrir nokkrum árum og því mjög auðvelt að breyta henni aftur í íbúð. Allar lagnir til staðar fyrir eldhús og auðvelt að loka á milli hæða. Á neðri hæðinni er einnig 70 fm rými sem telst ekki með í uppgefinni fermetratölu hússins sem nú er nýtt sem tómstundarými, þar er líka baðherbergi með salerni og vaski.
Samtals eru 5 baðherbergi/salerni í öllu húsinu og 7 svefnherbergi.

Bílskúr/geymsla: Innangengt er í bílskúr af neðri hæð. Geymsluloft með miklu geymslurými er yfir hluta af bílskúrnum með góðu aðgengi.

Garður: Garðinum kringum eignina er vel við haldið með fallegum trjám og plöntum. Gróðuhús sett í garðinn sumarið 2023 ásamt timburverönd. Gert er ráð fyrir lögnum fyrir heitan pott. Í garðinum er einnig garðhýsi fyrir húsgögn og áhöld.
Hitalögn í bílaplani og tröppum að inngangi í húsið.


Almennt gott viðhald á eigninni, árið 2020 var þak yfirfarið, skipt um nagla og flasningar, skipt um glugga og gler þar sem þurfti og húsið málað að utan.
Eignin er mjög vel staðsett, stutt er í skóla, leikskóla, þjónustu, íþróttasvæði, sundlaug og fallegar gönguleiðir í Elliðarárdalnum.
Allar nánari upplýsingar veitir Ásmundur Skeggjason fasteignasali [email protected], Gsm 895 3000.
 

 

 
 
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.