Vallartröð 4, 200 Kópavogur

5 Herbergja, 156.70 m2 Raðhús, Verð:71.700.000 KR.

Eignin er SELD - Með fyrirvara! FALLEG EIGN, VEL STAÐSETT MIÐSVÆÐIS Í KÓPAVOGI Á TVEIMUR HÆÐUM MEÐ STÓRUM BÍLSKÚR. Samkvæmt skráningu Þjóðskrá Íslands er birt flatarmál eignarinnar 156,7 fm. Um er að ræða 118,2 fm íbúð með sérinngangi á tveimur hæðum í raðhúsalengju, byggt árið 1960 ásamt rúmgóðum 38,5 fm bílskúr byggðum árið 1979. Gengið er inn í forstofu, frá henni liggur gangur að eldhúsinu og í miðju hans er stigagangur upp á efri hæðina. Lítil geymsla er einnig í ganginum. Opið er í stofurnar úr ganginum sem eru bjartar og rúmgóðar. Einnig er hægt er að ganga inn í eldhúsið úr borðstofunni, en þaðan er útgengt út í garðinn. Á efri hæðinni eru þrjú rúmgóð svefnherbergi og baðherbergi ásamt holi. Bílskúrinn er rúmgóður, með heitu og köldu vatni. Garðurinn er skjólríkur og mjög fallegur með nýlegri timbur sólverönd og garðskúr.  Forstofa: Flísalögð með fatahengi. Eldhús: ...

Furugrund 32, 200 Kópavogur

3 Herbergja, 71.20 m2 Fjölbýlishús, Verð:44.900.000 KR.

Opið hús laugardag 25. sept kl. 13-14, bjalla 103.  Falleg 3ja herb. íbúð á 1. hæð við Furugrund í Kópavogi. Íbúðin er skráð 65,8 m2 og sér geymsla í kjallar 5,4 m2, alls skráð 71,2 m2 skv. Þjóðskrá. Húsið er steinhús byggt árið 1978.  Lýsing:  Forstofa og gangur með dökkum flísum á gólfi, skápur á gangi.  Eldhús með dökkum flísum á gólfi og sprautulakkaðri innréttingu.  Hjónaherbergi með harðparketi og skápum. Svefnherbergi með harðparketi.  Baðherbegi er flísalagt, baðkar og innrétting við vask.  Rúmgóð stofa með parketi og suður svölum.  Í kjallara er sér geymsla ásamt sameiginl. þvottahúsi og hjóla/vagnageymslu.  Upplýsingar veitir Runólfur gunnlaugsson viðskfr. lögg.fast. á Hofða s. 892 7798.  runolfur@hofdi.is

Hraunbær 58, 110 Reykjavík

3 Herbergja, 82.20 m2 Fjölbýlishús, Verð:41.500.000 KR.

Íbúðin er SELD - Með fyrirvara! FALLEG 3JA HERB. VEL SKIPULÖGÐ ÍBÚÐ Í GÓÐU FJÖLBÝLISHÚSI - 110 REYKJAVÍK. Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignarinnar 82,2 fm.  Um er að ræða fallega 3ja herb. íbúð á 3. hæð (gengið inn á 1.hæð) í steinsteyptu fjölbýlishúsi byggðu árið 1967. Íbúðin er með tveimur svefnherbergjum, rúmgóðri stofu, eldhúsi, baðherbergi og forstofugangi. Svalir eru í stofu sem snúa í vestur og íbúðinni fylgir sér 6,0 fm. geymsla á jarðhæð. Á jarðhæð er einnig sameiginleg vagna- og hjólageymsla ásamt þvottahúsi og þurrkherbergi. Anddyri/forstofugangur: Parket á gólfi, fataskápur. Eldhús: Eldri innrétting með miklu skápaplássi, tengi fyrir þvottavélar og flísar á gólfi. Stofa/borðstofa: Stofan er rúmgóð með parketi á gólfum, útgengi út á "grill" vestur svalir. Svefnherbergin: Hjónaherbergið er parketlagt með góðu skápaplássi, hitt er með máluðu steingólfi og litlum svölum sem snúa í austur. Baðherbergi: Flísalagt gólf, baðkar með sturtuhengi og handlaug. Geymsla: Góð 6,0 ...

Kleppsvegur 134, 104 Reykjavík

2 Herbergja, 38.90 m2 Fjölbýlishús, Verð:29.900.000 KR.

FALLEG OG BJÖRT 38,9 FM ÚTSÝNISÍBÚÐ Á 6.HÆÐ Í LYFTUHÚSNÆÐI Á VINSÆLUM STAÐ - 104 REYKJAVÍK. Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignarinnar 38,9 fm. Um er að ræða studio íbúð á 6. hæð í steinsteyptu níu hæða lyftuhúsnæði byggðu árið 1967. Sjálf íbúðin er skráð 36,4 fm og sér 2,5 fm. geymsla í kjallara hússins. Íbúðin er með opnu svefnrými að stofunni, hálf opnu eldhúsi og baðherbergi. Góðar suður svalir með glæsilegu útsýni sem gengið er út á úr stofunni. Í sameign er sameiginlegt þvottahús og vagna- og hjólageymsla.  Forstofa: Eldvarnarhurð, parket á gólfi og fatahengið með efri skáp. Eldhús: Falleg nýleg innrétting og hálf opið í stofuna með barborði á milli, eldavél með spanhelluborði, vifta yfir, stæði fyrir þvottavél parket á gólfi. Stofa: Björt og samliggjandi við svefnrýmið, mikið útsýni og parket á gólfi. Svefnrými: Opið í stofuna með opnum skápahillum, parket á gólfi. Baðherbergi: Baðkar ...

Steinprýði 8, 210 Garðabær

0 Herbergja, 0.00 m2 Einbýlishús, Verð:40.000.000 KR.

Steinprýði 8 er 1571 fm lóð á einstökum stað í Garðabæ. Mjög stór byggingarreitur sem gefur möguleika á stóru einnar hæðar húsi. Heimild er fyrir tveggja hæða húsi ef vill. Samþykkt deiliskipulag Garðabæjar liggur fyrir. Einungis verða hús öðru megin í þessari fallegu 9 húsa botnlanga götu . Fallegar hraunmyndanir eru í lóðunum og fallegur gróður og græn svæði allt um kring.  Erum líka með til sölu Steinprýði 6-10-15 og 17.- Lóðir nr. 6-8 -10 og 17  eru seldar. Stórar lóðir fyrir stór einnar eða tveggja hæða hús í Garðabæ eru mjög fágætar og verða ekki mikið í boði næstu misseri.  Kaupandi greiðir gjöld og gatnagerðargjöld skv. gjaldskrá Garðabæjar.  http://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/display.aspx?numer=5650 Hér er um einstakt tækifæri að ræða fyrir þá sem vilja byggja vegleg hús í fallegu umhverfi í Garðabæ.  Allar nánari upplýsingar veitir Ásmundur Skeggjason fasteignasali as@hofdi.is Gsm 895 3000.-  

Hraunbær 26, 110 Reykjavík

2 Herbergja, 59.20 m2 Fjölbýlishús, Verð:34.900.000 KR.

ATH - Opið hús mánudaginn 20. sept, frá kl. 17.30 - 18.15.  Hugguleg og vel skipulögð 2ja herbergja 59,2 fm. Íbúð á fyrstu hæð „ekki jarðhæð“ við Hraunbæ í Reykjavík.   Lýsing: Forstofugangur með skáp. Rúmgott svefnherbergi með nýlegum skápum. Fallegt nýlegt baðherbergi með flísalagðri walk in sturtu, flísar á veggjum, skápur við vask. Eldhús með eldri innréttingu, flísar á milli skápa. Rúmgóð stofa þaðan sem gengið er út á suðursvalir.  Á gólfum eldhúss og baðherbergis eru flísar, á öðrum gólfum eignarinnar er parket. Í kjallara er sér geymsla með hillum, sameiginlegt stórt þvottahús með snúrum og rúmgóð hjóla- og vagnageymsla. Sameign hússins er mjög snyrtileg, flísar og teppi á gólfum sameignar utan geymslurýma. Sér bílastæði fylgir eigninni. Síðasta árið hafa eftirfarandi framkvæmdir átt sér stað, að sögn eiganda: Baðherbergi endurnýjað, nýr skápur í svefnherbergi, parket lagt á gang, svefnherbergi og stofu, íbúðin máluð, rafmagn yfirfarið ...

Austurströnd 14, 170 Seltjarnarnes

4 Herbergja, 107.80 m2 Fjölbýlishús, Verð:67.900.000 KR.

Eignin er SELD - Með fyrirvara! GLÆSILEG, ENDURNÝJUÐ 4RA HERB. ÍBÚÐ ÁSAMT STÆÐI Í BÍLSKÝLI Á EFTIRSÓTTUM STAÐ Á SELTJARNARNESI. Samkvæmt skráningu Þjóðskrá Íslands er birt flatarmál eignarinnar 107,8 fm. Um er að ræða 4ra herb. íbúð ásamt stæði í bílskýli, en bílastæðið er með sér skráningu í Þjóðskrá , matshluti B32, fastanr. 229-5634.   Húsið er byggt árið 1987 og hefur fengið gott viðhald á undanförnum árum. Íbúðin á hæðinni er 103,1 fm. og sér geymsla 3,7 fm, ásamt 25,5 fm bílastæði í bílgeymslunni. Gengið upp eina hæð frá inngangi í húsið við Kirkjubraut. Komið er inn í forstofugang, tvö svefnherbergi eru strax til vinstri og svo baðherbergið, hjónaherbergið er innst. Eldhúsið er opið í stofurnar, en borðstofan og stofan eru rúmgóðar, útgengt er út á breiðar svalir úr stofunni með fallegu útsýni. Forstofa/gangur: Harðparket á gólfi og fataskápur. Eldhús: Endurnýjað með hvítum innréttingum, eldunareyja með góðu skápaplássi ...

D-Tröð 3, 110 Reykjavík

2 Herbergja, 38.90 m2 Hesthús, Verð:9.600.000 KR.

HESTHÚS FYRIR 3-5 HESTA Á VINSÆLUM STAÐ VIÐ D-TRÖÐ Í VÍÐIDAL - 110 REYKJAVÍK. Samkvæmt skráningu Þjóðskrá Íslands er birt flatarmál eignarinnar 38,9 fm. Um er að ræða bil 0105 í D-tröð nr. 3 sem er timburhús byggt árið 1971. Ein tveggja hesta stía og ein þriggja hesta stía (eldri reglugerð). Rúmgóð hnakkageymsla og hlaða er innaf. Smekkleg kaffistofa með skápaeiningu og lítil snyrting. Sameiginlegt stórt gerði er fyrir framan húsnæðið. Komin er hitaveita í húsið, heitt vatn á krönum og ofnum og hitalögn í ganginum á húsinu. Lóðahafar hesthúsa verða sjálfkrafa félagar í Félagi hesthúsaeigenda í Víðidal. Allar nánari uppl. og skoðun veitir: Jóhann Friðgeir, lgf  GSM: 896-3038  e-mail: johann@hofdi.is

Funahöfði 6, 110 Reykjavík

0 Herbergja, 757.30 m2 Atvinnuhúsnæði, Verð:169.000.000 KR.

Vel staðsett fjölnota hús á Höfðanum. Um er að ræða 431 fm steinhús sem skiptist í 301,2 fm jarðhæð sem samanstendur af móttöku, geymslum, verkstæði og lager. Efri hæðin er 129,8 fm, þar er klósett, eldhús og 4-5 herbergi. Við enda hússins er 326,3 fm stálgrind klædd með járni, mjög mikil lofthæð (8-9 metrar), innkeyrsluhurð. Búið er að setja milliloft sem er 12X12 metrar (144 fm) og er það ekki skráð í fermetratölu. Hægt er að setja milliloft í alla grindina og gert ráð fyrir því.   Allar nánari upplýsingar veitir Ásmundur Skeggjason fasteignasali, asmundur@hofdi.is, Gsm 895 3000.-  

Sýni 1 til 9 af 27